Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur og verða þeir nú á bilinu 1,5%-1,75%. Um er að ræða mestu vaxtahækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í einu skrefi frá árinu 1994. Bankinn gaf einnig til kynna að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna vaxandi verðbólgu.
Vaxtahækkunin var umfram það sem seðlabankinn hafði áður gefið til kynna. Hann hækkaði vexti um 0,50 prósentustig í síðasta mánuði og hafði gefið í skyn að von væri á annarri eins hækkun við vaxtaákvörðunina í dag.
Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum mældist 8,6% í maí en hún hefur ekki meiri í fjóra áratugi. Peningastefnunefnd bankans sagðist staðráðin í að ná verðbólgu aftur niður í 2% markmið sitt.
Sjá einnig: Jón segir verðbólguhjöðnun vestanhafs verða sársaukafulla
Tíu af ellefu nefndarmönnum peningastefnunefndarinnar kusu með því að hækka vexti um 0,75 prósentur. Einn nefndarmaður vildi hækka vexti um 50 punkta.