Alls bárust 73 um­sóknir um hlut­deildar­lán til Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar í októ­ber síðast­liðinn. Lang­flestar um­sóknirnar voru vegna kaupa á í­búðum á höfuð­borgar­svæðinu eða 58 um­sóknir, 14 um­sóknir voru á vaxtar­svæðum utan höfuð­borgar­svæðisins og 1 um­sókn á lands­byggð utan vaxtar­svæða.

Þetta kemur fram á vef HMS en greiningar­deildir bankanna og hag­fræðingar hafa bent á það að hlut­deildar­lánin séu að öllum líkindum verð­bólgu­valdandi en Sigurður Ingi Jóhanns­son inn­viða­ráð­herra á­kvað í sumar að út­víkka úr­ræðið.

Það sem af árinu 2023 þá hefur HMS veitt 178 hlut­deildar­lán fyrir ríf­lega tvo milljarða króna. Um 57% lánanna eru á svo­kölluðum vaxtar­svæðum utan höfuð­borgar­svæðisins (101 lán) og 40% þeirra á höfuð­borgar­svæðinu (71 lán). Þá hafa 6 lán verið veitt á lands­byggð utan vaxtar­svæða.

„Frá því að hlut­deildar­lán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt sam­tals 631 lán að fjár­hæð sam­tals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á í­búðum á vaxtar­svæðum, um 2.640 milljónir á höfuð­borgar­svæðinu og tæp­lega 140 milljónir króna á lands­byggð utan vaxtar­svæða,“ segir á vef HMS.

„Nokkur aukning hefur verið í um­sóknum um hlut­deildar­lán að undan­förnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 um­sóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi um­sókna frá því að reglur um hlut­deildar­lán tóku fyrst gildi á síðari hluta árs 2020,” segir þar enn fremur en Sigurður Ingi á­kvað í sumar að út­víkka úr­ræðið til muna.

Gunnar Úlfars­son hag­fræðingur Við­skipta­ráðs benti á það í gær að stjórn­völd hafa síðast­liðna tvo ára­tugi eytt um 902 milljörðum í stuðnings­að­gerðir á hús­næðis­markaði. En ¾ stuðningsins hefur verið eftir­spurnar­megin. Að­gerðirnar hafa ekki sýnt teljandi árangur og snúist upp í and­hverfu sína með hækkandi hús­næðis­verði.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið sagði Kon­ráð S. Guð­jóns­son, þá aðal­hag­fræðingur Arion Banka, að breytingar Sigurðar Inga á hlut­deildar­lánunum hefðu kynnt undir verð­bólguna.

„Við værum að spá tölu­vert lægri verð­bólgu­takti í janúar ef við værum ekki sjá þessa nýjustu verð­bólgu á hús­næðis­markaði,“ segir Kon­ráð. „Verð­bólgan myndi koma fyrr niður,“ bætti hann við.

Skömmu síðar sagði greiningar­deild Ís­lands­banka að lík­legustu skýringuna á verð­hækkun á fjöl­býli að undan­förnu vera út­víkkun á skil­yrðum hlut­deildar­lána í sumar.