Hagnaður fataverslanakeðjunnar á Íslandi nam 150 milljónum króna á síðasta fjárhagsári, sem lauk í nóvember 2024, samanborið við 63 milljónir króna árið áður. 62,5 milljónum króna samanborið við 59,5 milljónir árið áður.
Um er að ræða mesta hagnað H&M á Íslandi frá því að fataverslunin opnaði sína fyrstu verslun í Smáralind í ágúst 2017.
Stjórn íslenska dótturfélagsins leggur til að greiddar verði út 200 milljónir króna vegna síðasta rekstrarárs, að því er segir í ársreikningi félagsins.
Félagið rekur fjórar H&M verslanir hér á landi í Smáralind, Kringlunni, á hafnartorgi og á Glerártorgi. Jafnframt rekur félagið eina Weekday verslun í Smáralind, eina COS verslun á Hafnartorgi og rak eina Monki verslun í Smáralind en síðastnefndu versluninni var lokað í maí síðastliðnum.
Sala H&M á Íslandi á síðasta fjárhagsári nam ríflega 3,6 milljörðum króna og jókst um um 1,5% frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður dróst lítillega saman og nam 3.431 milljón króna. Laun og tengd gjöld námu 962 milljónum og jukust um 4,9% milli ára. Ársverk voru 100,4 samanborið við 103,9 árið áður.
Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 188 milljónum samanborið við 127 milljónir árið áður.
Eignir félagsins voru bókfærðar á tæpan 1,1 milljarð króna og eigið fé var tæplega 650 milljónir króna.