Fjár­festar í Bandaríkjunum nota nú meira láns­fé en nokkru sinni fyrr til að fjár­festa í hluta­bréfum.

Sam­kvæmt gögnum frá Finra, sem safnar upp­lýsingum frá verðbréfa­miðlunum, fór heildar­upp­hæð gírunar í fyrsta sinn yfir 1.000 milljarða bandaríkja­dala í júní og jókst enn meira í júlí.

Þrátt fyrir þetta met telja sér­fræðingar að hækkunin sé ekki sjálf­krafa vís­bending um að hluta­bréfa­markaðurinn sé að fara að hækka enn frekar eða riða til falls.

Sögu­lega hafa skyndi­legar aukningar í gírunum stundum komið á undan lækkunum á mörkuðum, en nú er stór hluti hækkunarinnar ein­föld af­leiðing hækkandi hluta­bréfa­verðs.

Fjár­festar sem taka stöður gegn markaðnum með skortsölu þurfa að leggja fram tryggingar. Þegar hluta­bréfa­verð hækkar þarf meira veðfé, sem getur sjálf­krafa aukið gírunina án þess að fleiri fjár­festar taki meiri áhættu.

Þetta þýðir að vaxandi gírun er ekki alltaf vís­bending um ofur­trú fjár­festa á markaðnum heldur getur ein­fald­lega verið tækni­leg af­leiðing hækkandi gengis verðbréfa.

Þó að gírunin segi lítið um næstu skref hluta­bréfa­markaðarins sýnir hún hverjir hagnast mest á ástandinu: verðbréfa­miðlanir og fjár­festingar­bankar.

Hjá Charles Schwab og Interacti­ve Brokers jókst um­fang gírunar um meira en 15% á öðrum árs­fjórðungi frá fyrra ári.

Robin­hood Markets sá 90% aukningu eftir að félagið kynnti nýjar verðlagningar til að laða að stærri og reyndari fjár­festa.

Þessi þróun hefur aukið vaxta­tekjur miðlananna og hagnast þeir einnig á við­skipta­gjöldum sem fylgja miklum um­svifum á mörkuðum.

Miðlanir hagnast marg­falt á hækkandi markaði

Á síðustu 12 mánuðum hafa hluta­bréf fyrir­tækja sem miðla hluta­bréfa­við­skiptum hækkað marg­falt meira en markaðurinn í heild:

  • Robin­hood hefur hækkað um yfir 400%
  • Interacti­ve Brokers um meira en 100%
  • Charles Schwab um 45%
  • Morgan Stanl­ey og Gold­man Sachs um 40%

Til saman­burðar hefur S&P 500-vísi­talan hækkað um 13% á sama tíma­bili.

Ef markaðurinn fellur getur gírunin hins vegar magnast í hina áttina. Þá lækkar þörfin fyrir tryggingar, fjár­festar draga úr lánum og tekjur miðlananna geta hrunið jafn­hratt og þær uxu á hækkunar­skeiðinu.

Þannig getur gírun sem nú eykur hagnað orðið að áhættuþætti fyrir verðbréfa­miðlanir ef markaðurinn snýst við.