Meta, eigandi Facebook, Instagram og WhatsApp, undirbýr nú að segja upp tæplega 5% af vinnuafli sínu á heimsvísu. Í minnisblaði frá Mark Zuckerberg segir að niðurskurðurinn byggist á frammistöðu í aðdraganda krefjandi árs.

Rúmlega 72 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu um allan heim en stjórnin hefur ekki sagt hvernig niðurskurðinum yrði háttað. Þá vonar Meta að það geti fyllt aftur upp í stöðurnar síðar á þessu ári.

Þeir starfsmenn sem verða fyrir áhrifum í Bandaríkjunum munu fá tilkynningu fyrir 10. febrúar og þeir sem koma til með að missa störfin utan Bandaríkjanna verða látnir vita seinna. „Þetta verður spennandi ár og ég vil tryggja að við verðum með besta fólkið,“ segir í minnisblaðinu.

Uppsagnirnar koma einnig í kjölfar annarra stórra ákvarðana innan fyrirtækisins, þar á meðal ákvörðun Zuckerberg um að binda enda á staðreyndavaktir innan miðlana og fjölbreytileikastefnur.