Persónuverndareftirlit Evrópusambandsins hefur sektað Meta, eiganda Facebook, um 251 milljón evra vegna gagnaleka frá árinu 2018 sem hafði áhrif á milljónir notenda. Brotið átti sér stað þegar tölvuþrjótar nýttur sér villur í kóða Facebook til að nálgast reikninganna.

Það var írska persónuverndareftirlitið sem fór fyrir rannsókn málsins þar sem höfuðstöðvar Meta eru staðsettar í Dublin.

Meta segist hins vegar ætla að áfrýja dómnum og bætir við að fyrirtækið hafi gripið strax til aðgerða til að leysa vandamálið um leið og greint var frá því. Það segir jafnframt að það hafi gert eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum og Evrópu viðvart um málið.

Brotin voru framin með því að sýna notendum þrjár mismunandi eiginleika sem gerði þeim kleift að sjá hvernig annað fólk á Facebook sér reikninginn þeirra. Árásin færðist síðan yfir á vini notenda á Facebook og svo koll af kolli.