Meta, móðurfélag Facebook, skoðar nú að fjárfesta í EssilorLuxottica sem framleiðir m.a. Ray-Ban sólgleraugun, samkvæmt heimildarmönnum Financial Times. Meta er sagt skoða að kaupa hlut í ítalska-franska félaginu, sem sérhæfir sig í sölu gleraugna og tengdra vara.

Meta, móðurfélag Facebook, skoðar nú að fjárfesta í EssilorLuxottica sem framleiðir m.a. Ray-Ban sólgleraugun, samkvæmt heimildarmönnum Financial Times. Meta er sagt skoða að kaupa hlut í ítalska-franska félaginu, sem sérhæfir sig í sölu gleraugna og tengdra vara.

Meta hefur unnið með fjárfestingarbankanum Morgan Stanley út af málinu en fjárfestingin kynna að hlaupa á milljörðum evra. Heimildarmenn FT segja að ekki sé óvíst um að af kaupunum verði.

Meta og EssilorLuxottica hafa átt í viðræðum um að breikka út samstarf félaganna. Félögin gáfu saman út snjallgleraugun Ray Ban-Meta árið 2021. Nýjasta útgáfan sem kom út í október síðastliðnum hefur reynst mjög vinsæl og selst í mun meira magni en upphaflega útgáfan að sögn Francesco Milleri, forstjóra EssilorLuxottica.

Meta, undir stjórn Mark Zuckerberg, hefur lagt ríka áherslu á að þróa klæðbæra tækni (e. wearable technology), m.a. með sýndarveruleikagleraugum.

EssilorLuxottica varð til með samruna ítalska félagsins Luxottica og hins franska Essilor árið 2018. Markaðsvirði félagsins, sem er skráð í Euronext-kauphöllina í París, er yfir 90 milljarðar evra.

Gengi EssilorLuxottica hefur hækkað um meira en 5% eftir að FT greindi frá því að Meta væri að skoða kaup í félaginu.