Að mati Arcti­ca Finance er virði eigin­fjár Eikar rúmir 54 milljarðar króna sem jafn­gildir um 15,8 krónum á hlut. Það sam­svarar um 43,6% hærra verði á hlut en yfir­töku­til­boð Langa­sjávar í allt hluta­fé fast­eigna­fé­lagsins sem hljóðar upp á 11 krónur á hlut.

Stjórn Eikar birti eftir lokun markaða í gær greinar­gerð sína í tengslum við yfir­töku­til­boðið en stjórnin metur til­boðs­verðið of lágt þegar það er borið saman við vænt virði fram­tíðar­sjóð­streymis og arð­greiðslna.

Gunnar Þór Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Langa­sjávar, sem tók sæti í stjórn Eikar í mars síðast­liðnum, fer fyrir yfir­töku­til­boði fyrr­nefnda fé­lagsins en hann hefur vikið sæti í stjórn Eikar á meðan á ferlinu stendur.

Að mati Arcti­ca Finance er virði eigin­fjár Eikar rúmir 54 milljarðar króna sem jafn­gildir um 15,8 krónum á hlut. Það sam­svarar um 43,6% hærra verði á hlut en yfir­töku­til­boð Langa­sjávar í allt hluta­fé fast­eigna­fé­lagsins sem hljóðar upp á 11 krónur á hlut.

Stjórn Eikar birti eftir lokun markaða í gær greinar­gerð sína í tengslum við yfir­töku­til­boðið en stjórnin metur til­boðs­verðið of lágt þegar það er borið saman við vænt virði fram­tíðar­sjóð­streymis og arð­greiðslna.

Gunnar Þór Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Langa­sjávar, sem tók sæti í stjórn Eikar í mars síðast­liðnum, fer fyrir yfir­töku­til­boði fyrr­nefnda fé­lagsins en hann hefur vikið sæti í stjórn Eikar á meðan á ferlinu stendur.

Stjórn Eikar óskaði einnig eftir á­liti frá KPMG hvað varðar eigið fé fé­lagsins og reiknaði endur­skoð­enda­fyrir­tækið eigin­fjár Eikar að 52,5 milljarða króna virði. Sam­svarar það um 15,4 krónum á hlut.

Langi­sjór, sem á meðal annars Ölmu í­búða­fé­lag og fjár­festingar­fé­lagið Brim­garða, lagði fram yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar á dögunum eftir að fé­lagið eignaðist yfir 30% hlut.

Til­boðs­verð Langa­sjávar hljómar upp á 11 krónur fyrir hvern hlut en þegar til­boðið var lagt fram var hæsta verð sem ein­hver hafði greitt fyrir hluta­bréf í Eik á síðustu sex mánuðum 11,2 fyrir hvern hlut.

Dagsloka­gengi Eikar í gær var þó 12,3 krónur sem er 28,5% hærra á hlut en til­boðs­verð Langa­sjávar.

Í skýrslu stjórnarinnar segir að dagsloka­gengi gær­dagsins sýni að hlut­hafar Eikar séu sam­mála mati þeirra um að til­boðs­verðið sé of lágt.

Vilja eignast ráðandi hlut

Sam­kvæmt til­boðs­yfir­liti Langa­sjávar í lok septem­ber átti Langi­sjór og sam­starfs­aðilar þess 1.106.281.964 hluti, sem sam­svarar 32,31% af heildar­at­kvæðis­rétti í Eik.

Langi­sjór er því afar ná­lægt því að eignast 34% hlut en við það þarf fjár­festinga­fé­lagið að sam­þykkja allar stærri á­kvarðanir Eikar.

Sam­kvæmt til­boðs­yfir­litinu er það megin­mark­mið Langa­sjávar að eignast meiri­hluta í fé­laginu en við­halda skráningu á markaði.

Langi­sjór er í eigu syst­kinanna Eggerts Árna, Guð­nýjar Eddu, Gunnars Þórs og Hall­dórs Páls Gísla­barna sem oft eru kennd við heild­verslunina Mata.

Langi­sjór keypti í lok ágúst 6 milljónir hluta í Eik fast­eigna­fé­lagi auk þess að taka við 442 milljónum hluta frá dóttur­fé­lagi sínu Brim­görðum. Við það myndaðist til­boðs­skylda.

„Orð­spors­á­hætta tengd rekstri í­búðar­hús­næðis“

Sam­kvæmt á­ætlunum Langa­sjávar verður stefnt að því að auka skuld­setningu Eikar til að auka arð­semi eigin fjár fé­lagsins án þess þó að stefna fjár­hags­legum stöðug­leika þess í hættu.

Stjórn Eikar tekur undir með Langa­sjó að það sé fýsi­legt að skuld­setja fé­lagið frekar að teknu til­liti til láns­kjara og á­hættu. Sú stefna kom einnig fram í árs­skýrslu Eikar fyrir árið 2023 en þar segir að lang­tíma­mark­mið fé­lagsins væri 60% nettó veð­hlut­fall en hlut­fallið stóð í 56,4% í sex mánaða upp­gjöri í ár.

Langi­sjór leggur einnig til að hlé verði gert á frekari upp­byggingu Eikar á safni at­vinnu­eigna og að könnuð verði kost­gæfni þess að Eik sinni upp­byggingu og út­leigu í­búðar­hús­næðis til al­mennings að nor­rænni fyrir­mynd.

Stjórn Eikar telur það ganga í ber­högg við stefnu fé­lagsins að gera hlé á frekari upp­byggingu. Þá er það mat stjórnarinnar að arð­semi á út­leigu í­búðar­hús­næðis sé mun lægri heldur en á út­leigu at­vinnu­hús­næðis og meiri kvaðir séu á slíkri starf­semi.

„Jafn­framt hefur stjórn talið að orð­spors­á­hætta tengd rekstri í­búðar­hús­næðis sé tölu­verð og að hópur hlut­hafa kunni að vera af­huga þeim þætti starf­seminnar ylli því að mengi mögu­legra fjár­festa kynni að minnka og þar með seljan­leiki hluta­bréfa Eikar,“ segir í skýrslu stjórnar.

Hvað varðar á­ætlanir Langa­sjávar um að breyta Eik í arð­greiðslu­fé­lag, sem greiði hlut­höfum ár­lega arð­greiðslu sem sam­svarar að jafnaði ekki lægra hlut­falli en 75% af hand­bæru fé frá rekstri næst­liðins árs, segir stjórnin Eik nú þegar arð­greiðslu­fé­lag.

Eik hefur ár­lega greitt út 50% af hand­bæru fé frá rekstri að frá­dreginni upp­hæð sem yrði nýtt í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðal­fundar frá árinu 2021. Á síðasta aðal­fundi var sam­þykkt að hækka hlut­fallið í 75% og segir stjórnin því stefnu Eikar í þessum málum skýra.