Fiskikóngurinn ehf., félag sem rekur fiskbúðir undir merkjum Fiskikóngsins og pottaverslunina Heitirpottar.is hagnaðist um rúmlega 200 milljónir króna á síðasta ári, og nam velta félagsins 1.237 milljónum króna.

Hagnaður Fiskikóngsins ehf. hefur margfaldast á síðustu árum, en hann var tæplega fjórfalt meiri á síðasta ári samanborið við árið áður þegar hann nam 59 milljónum. Hagnaður síðasta árs var þá ellefufalt meiri en árið 2019 og nítjánfalt meiri en árið 2018.

Hagnaðarhlutfall félagsins, það er hagnaður að frádregnum tekjuskatti sem hlutfall af sölutekjum félagsins, var 16,25% á síðasta ári. Um er að ræða mikla aukningu samanborið við árin á undan, en hlutfallið var 5,17% á Covid-árinu 2020, 1,93% árið 2019 og 1,5% árið 2018.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.