Metfjöldi auglýsenda hyggst draga úr kaupum á auglýsingaplássi á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, vegna áhyggja um að verða tengdir við öfgafullt efni, að því er segir í umfjöllun Financial Times.
Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar greiningarfyrirtækisins Kantar, sem nær til stjórnenda í auglýsingageiranum, þá hyggjast nettó 26% auglýsenda draga úr útgjöldum til auglýsinga á X á næsta ári.
Sambærilegt hlutfall hefur aldrei mælst hærra hjá neinum af helstu auglýsingavettvöngum heims.
Í umfjöllun FT segir að niðurstöður könnunarinnar séu högg fyrir áform Elon Musk, eiganda X, um að bæta rekstur og fjárhag félagsins.
Ýmis stórfyrirtæki dregið úr auglýsingum á samfélagmiðlinum frá því að Musk keypti félagið árið 2022 fyrir 44 milljarða dala, í mörgum tilfellum vegna ákvörðunar um að draga úr stýringu á efni (e. content moderation) í anda málfrelsis.
Þessi þróun hefur haft leitt til tekjusamdráttar og verðmæti félagsins hefur minnkað frá því að auðkýfingurinn lauk yfirtökunni fyrir rúmum tveimur árum síðan.