Farþegaumferð um Heathrow-flugvöll í London náði methæðum á síðasta ári en hátt í 83,9 milljónir farþega fóru um flugvöllinn árið 2024. Þá var farþegafjöldi Heathrow um 7,1 milljón í nýliðnum desember sem er 5,6% aukning milli ára.
Á vef WSJ segir að Heathrow hafi tilkynnt tölurnar í morgun og segir að heildarfjöldi farþega yfir árið hafi hækkað um 5,9% milli ára og voru þremur milljónum fleiri en fyrra metár, sem var 2019.
„Það sem var vanalega einn rólegasti ferðadagurinn, á jóladag, sáum við einnig met upp á 160 þúsund farþega, sem er 13% aukning frá jóladegi 2023,“ segir jafnframt í tilkynningu frá Heathrow.
New York, Los Angeles, Dublin og Madríd voru meðal vinsælustu áfangastaða árið 2024 og spáir flugvöllurinn 84,2 milljónum farþega á þessu ári.