KLAK – Icelandic Startups stendur um þessar mundir fyrir viðskiptahraðli fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Í tilkynningu segir að 30 umsóknir hafi borist í hraðalinn frá öllu landinu.

Teymi frá KLAK Icelandic Startups fór í hringferð um landið í upphafi mánaðar til að kynna Startup Tourism hraðalinn.

Þau tíu teymi sem voru valin í hraðalinn skiptast þannig að helmingur er frá höfuðborgarsvæðinu og helmingur frá öðrum landshlutum, þ.e. Reykjanesi, Suðurlandi, Norðausturlandi og Vesturlandi.

„Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar við hraðlinum og fjölbreytni umsókna. Við óskum teymunum tíu til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups.