ExxonMobil, stærsti olíuframleiðandi Bandaríkjanna, hagnaðist um 55,7 milljarða dala á síðasta ári eða sem nemur tæplega átta þúsund milljörðum króna.
Um er að ræða methagnað hjá félaginu, en olíu- og gasverð hækkaði mikið á árinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Til samanburðar tapaði félagið meira en 22 milljörðum dala árið 2020 þegar heimsmarkaður á olíu hrundi.
Gengi bréfa félagsins hækkaði um 80% á árinu 2022, en einungis þrjú önnur félög hækkuðu meira í S&P 500 vísitölunni, og voru það allt olíufélög.
ExxonMobil, stærsti olíuframleiðandi Bandaríkjanna, hagnaðist um 55,7 milljarða dala á síðasta ári eða sem nemur tæplega átta þúsund milljörðum króna.
Um er að ræða methagnað hjá félaginu, en olíu- og gasverð hækkaði mikið á árinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Til samanburðar tapaði félagið meira en 22 milljörðum dala árið 2020 þegar heimsmarkaður á olíu hrundi.
Gengi bréfa félagsins hækkaði um 80% á árinu 2022, en einungis þrjú önnur félög hækkuðu meira í S&P 500 vísitölunni, og voru það allt olíufélög.