Heildarfjárhæð innstæðna í bandarískum bönkum lækkuðu um 370 milljarða dala, eða sem nemur 51 þúsund milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Um er að ræða metlækkun innstæðna og í fyrsta sinn frá árinu 2018 sem drógust saman. Innstæður námu 19.563 milljörðum dala í lok júní.
Í umfjöllun Wall Street Journal segir að tölurnar séu ekki áhyggjuefni fyrir bankana sem sitji á meiri innstæðum en þeir vilja. Yfirleitt haldast innstæður nokkuð stöðugar en á síðustu árum jukust þær um meira en 5 þúsund milljarða dala, einkum vegna stuðningsaðgerða í Covid-faraldrinum.
Nýlegar vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa haft í för með sér minni eftirspurn eftir lánsfjármagni og aukinni eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum. Fyrir vikið hafa innstæður tekið að lækka.