Veitingastaðakeðjan Metro hefur nýlega innleitt Yonoton, byltingarkennda lausn í sjálfsafgreiðslu og gagnagreiningu frá Origo. Lausninni er ætlað að breyta leiknum á íslenska veitingamarkaðnum, óháð því hvort um sé að ræða minni veitingastaði eða stærri keðjur.

Hvað er Yonoton?

Með Yonoton er hægt að taka niður pantanir, hvort sem það er úr afgreiðslukassa, sjálfsafgreiðslustandi, vefverslun eða snjallsíma. Sjálfsafgreiðslulausnin tekur á móti greiðslu og sendir pantanir beint í eldhús til framleiðslu í réttri tímaröð, eftir því hvenær viðskiptavinur óskar eftir því að fá pöntun afgreidda. Viðmótið fyrir viðskiptavini og starfsfólk er sérstaklega fallegt og notendavænt.

Sjálfsafgreiðslustandur frá Yonoton á Suðurlandsbraut.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Afhverju valdi METRO Yonoton?

„Við hjá Metro höfðum verið að leita í einhvern tíma að sjálfsafgreiðslulausn. Okkur hefur vantað lausn sem bætir upplifun viðskiptavina enn frekar, minnkar biðraðir og styttir biðtíma, ásamt því að auka sjálfvirkni og upplýsingaflæði til eldhússins og starfsfólks,“ segir Adolf Jóhannesson, rekstrarstjóri Metro.

„Við fengum í framhaldinu kynningu á Yonoton hjá Origo og slóum til enda spennandi lausn sem býður upp á fjölda möguleika fyrir okkar rekstur.“

Adolf segir jafnframt að uppsetning og innleiðing hafi gengið mjög vel:

„Það sem stóð sérstaklega upp úr var starfsfólkið hjá Afgreiðslulausnum Origo. Þau stóðu sig mjög vel og veittu okkur góða þjálfun og ráðgjöf við innleiðingu á lausninni“.

Yonoton í hnotskurn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Viðskiptavinir og starfsfólk hafa tekið lausninni mjög vel

Með lausninni eru minni líkur á mistökum, auðvelt er að stækka eða bæta við pöntun, ásamt því að bjóða upp sá sérsniðna valkosti. Biðtími gesta styttist og fjöldi afgreiddra pantana eykst, sérstaklega á álagstímum, sem bætir heildarupplifun viðskiptavina. Jafnframt er hægt að fylgjast með stöðu pöntunarinnar á upplýsingaskjá eða í snjallsíma.

Adolf segir að viðskiptavinir Metro hafi tekið nýju lausninni mjög vel.

„Viðskiptavinir kunna að meta það að geta skoðað matseðilinn í rólegheitum og myndræn framsetning skiptir miklu máli. Það er einnig ánægjulegt að sjá að töluverður fjöldi viðskiptavina ganga beint í sjálfsafgreiðslustandana án þess að íhuga að fara í hefðbundna afgreiðslu. Þá hefur sala á meðlæti og sósum aukist til muna.”

Lausnin hefur þó einnig haft jákvæð áhrif á starfsfólk og daglegan rekstur.

„Já starfsfólk er heilt yfir ánægt með þessa nýju viðbót hjá okkur. Tiltektarskjáirinn hefur bætt skilvirkni hjá starfsfólki og er sérstök ánægja með þá virkni“.

Sjálfsafgreiðslustandur frá Yonoton á Suðurlandsbraut.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Áhersla á að greina gögn og bæta upplifun

Metro hefur hug á að fjölga sjálfsafgreiðslustöndum og þróa ferlið enn frekar til að bæta upplifun viðskipta. Einnig hafa þau nýtt sér Zoined, greiningartól sem er beintengt við Yonoton og gerir Metro kleift að fá ítarlegar upplýsingar um sinn rekstur eins og birgðastöðu, álagstíma, áhuga á vörum og margt fleira.

Framtíðin með Yonoton er björt. Við höfum mikinn áhuga á að fara í frekari greiningu gagna og hvernig hægt sé að aðlaga okkar rekstur út frá álagstímum, sölu og þjónustu. Við erum spennt að sjá hvernig við getum nýtt okkur þessa lausn til að jafnvel fjölga veitingastöðun, vaxa og bæta okkur enn frekar.“ Segir Adolf.

Þú færð allar upplýsingar um Yonoton hjá afgreiðslausnateymi Origo.

Vefur: https://verslun.origo.is/lausnir/afgreidslu-og-verslunarlausnir

Netfang: [email protected]

Sími: 516 1200