Skuldabréfaútgáfa í Evrópu frá áramótum er komin yfir 240 milljarða evra og hefur þegar slegið fyrra met frá árinu 2020 yfir útgáfu í janúarmánuði, samkvæmt úttekt Bloomberg.

Með útgáfum Evrópusambandsins og Bretlands í gær nálgast heildarútgáfa skuldabréfa í Evrópu það sem af er ári 245 milljarða evra. Ljóst er að heildarfjárhæðin verður nokkuð hærri en von er á útgáfum frá ríkissjóði Spánar og Norðurrín-Vestfalíu, fjórða stærsta sambandslandi Þýskalands, fyrir lok mánaðarins.

„Útgefendur eru sífellt meðvitaðri um að þegar glugginn er opinn þá verða þeir bara tryggja að þeir nái inn frekar en að bíða,“ hefur Bloomberg eftir David Zahn, yfirmanni evrópska skuldabréfamarkaðarins hjá eignastýringafélaginu Franklin Templeton.

„Seðlabanki Evrópu á einnig eftir að verða mjög áhrifamikill með vaxtabreytingum sínum, sem fær útgefendur til að hugsa með sér að það á bara eftir að verða dýrara að selja skuldabréf, sérstaklega styttri bréf.“

Skuldabréfaútgáfa í Evrópu frá áramótum er komin yfir 240 milljarða evra og hefur þegar slegið fyrra met frá árinu 2020 yfir útgáfu í janúarmánuði, samkvæmt úttekt Bloomberg.

Með útgáfum Evrópusambandsins og Bretlands í gær nálgast heildarútgáfa skuldabréfa í Evrópu það sem af er ári 245 milljarða evra. Ljóst er að heildarfjárhæðin verður nokkuð hærri en von er á útgáfum frá ríkissjóði Spánar og Norðurrín-Vestfalíu, fjórða stærsta sambandslandi Þýskalands, fyrir lok mánaðarins.

„Útgefendur eru sífellt meðvitaðri um að þegar glugginn er opinn þá verða þeir bara tryggja að þeir nái inn frekar en að bíða,“ hefur Bloomberg eftir David Zahn, yfirmanni evrópska skuldabréfamarkaðarins hjá eignastýringafélaginu Franklin Templeton.

„Seðlabanki Evrópu á einnig eftir að verða mjög áhrifamikill með vaxtabreytingum sínum, sem fær útgefendur til að hugsa með sér að það á bara eftir að verða dýrara að selja skuldabréf, sérstaklega styttri bréf.“

Mikill viðsnúningur hefur verið á evrópska skuldabréfamarkaðnum í byrjun árs en aðgerðir seðlabanka til að draga úr verðbólgu lituðu markaðinn í fyrra. Fjármálastofnanir hafa sótt inn á markaðinn á fyrstu vikum ársins til að brúa bilið í fjármögnun sinni, m.a. til að undirbúa að endurgreiða lágvaxtarlán sem Seðlabanki Evrópu veitti í Covid-faraldrinum.

Innherji fjallaði fyrr í mánuðinum um að vaxtaálag á útgáfum íslensku bankanna í erlendri mynt hefði lækkað um meira en 100 punkta í byrjun þessa árs.

Sérfræðingur HSBC á skuldabréfamarkaði segir við Bloomberg að markaðurinn hafi tekið vel í nýjar útgáfur á árinu og að verðlagning gefi til kynna væntingar um stutt og vægt samdráttarskeið fremur en alvarlegri sviðsmyndir.