Metsamdráttur var á vinnumarkaði Evrópusambandsins á öðrum ársfjórðungi en fjöldi vinnandi fólks minnkaði um 5,5 milljónir, eða um 2,6% milli ára þrátt fyrir að tölurnar taki ekki með tug milljóna fólks sem voru sett í launalaust leyfi (e. furlough). Financial Times segir frá .
Hagstofa ESB (Eurostat), sem byrjaði að skrá þessi gögn árið 1995, sagði að fækkun starfa hafi verið enn meiri þegar einungis er horft til evrusvæðisins eða um 2,8%. Fjöldi vinnandi á vinnumarkaði ESB var um 209,1 milljón í lok fyrsta ársfjórðungs, þar af voru 160,4 milljónir á evrusvæðinu.
Um 12,1% samdráttur var á vergri landsframleiðslu á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi. Hagstofa ESB greindi þó frá því að útflutningur á svæðinu hafi aukist um nærri þriðjung milli maí og júní, en væri þó um 10% lægri en á sama tíma í fyrra. Vísitölur innkaupastjóra gáfu einnig til kynna að framleiðsla á evrusvæðinu hafi aukist í júlí.