Greiningarfyrirtækið Akkur verðmetur hlutabréf Kviku banka á 25,7 krónur á hlut. Það er um 31% yfir núverandi hlutabréfaverði Kviku sem stendur í 19,6 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð.
Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi Akkurs, segir í verðmatinu að Kvika sé frábrugðin „hefðbundnu“ bönkunum að því leiti að það er mikill vöxtur framundan hjá bankanum.
Því for hann tvær leiðir til að verðmeta hann, annars vegar með hefðbundnu arðgreiðslulíkani og með svokölluðum P/NTA margfaldara (price-to-NTA (net tangible assets)). Þessar aðferðir skiluðu verðmötum upp á 25,1 krónu og 26,3 krónur á hlut.
Spáin gerir er ráð fyrir að hagnaður Kviku árið 2027 verði tvöfalt hærri en á árinu 2024, áforma Kviku um tæplega tvöföldun á lánabók sinni á næstu þremur árum.
Í verðmatinu eru nefnd nokkur tækifæri fyrir Kviku á næstu misserum, þar með talið tækifæri í samþjöppun á íslenskum fjármálamarkaði. Þá muni bankinn skila miklum fjármunum til hluthafa á næstu misserum. Þá sé Kvika ekki með jafnmikinn verðtryggingarjöfnuð og stóru bankarnir.
Hvað áskoranir varðar er minnst á að fjárfestar hafi sumir hverjir verið neikvæðir á starfsemi Kviku í Bretlandi. Það verði verkefni fyrir bankann á að sýna fram á að breska starfsemin sé góð. Þá þurfi bankinn að vanda sig við stækkun lánabókarinnar og passa að fórna ekki arðsemi fyrir vöxt.