Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital metur virði hlutabréfa Skaga á 23,4 krónur á hlut í nýju verðmati sem kom út í byrjun vikunnar. Það er um 22% hærra en núverandi markaðsgengi Skaga sem stóð í 19,2 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar í dag.

Verðmatsgengi Jakobsson Capital á Skaga lækkar úr 24,8 krónum í 23,4 krónur frá fyrra verðmati greiningarfyrirtækisins.

Hvað lítillega lækkun á verðmatsgengi Skaga varðar segir greiningarfyrirtækið að ólíklegt sé að tryggingarfélögin skili 4% raunávöxtun í ár. Sömuleiðis hafi langtímavextir hækkað umtalsvert frá byrjun árs og krafa til eiginfjár hækkað nokkuð.

Grunnreksturinn að styrkjast

Í greiningunni, sem er gefin út í kjölfar þess að Skagi birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung, segir að þótt tap hafi verið á rekstri Skaga á fyrri árshelmingi og neikvæður viðsnúningur frá árinu á undan þá sé allt að þróast í rétta átt hjá samstæðunni sem inniheldur VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og Íslensk verðbréf.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði