Nasdaq hefur tilkynnt um 38,5% hækkun á hagnaði ársfjórðungsins þar sem fleira fólk tók að eiga viðskipti með verðbréf meðan á samkomubanninu stóð.  Það varð til þess að metvelta var hjá Nasdaq. Frá þessu er greint á vef Reuters .

Viðskipti með hlutabréf í tæknifyrirtækjum jókst jafnframt á ársfjórðungnum. Nasdaq hagnast á viðskiptum í Kauphöllinni þegar eigninar tengjast hækkun vísitalna.

Tekjur Nasdaq af viðskiptaþjónustueiningunni sem er um 40% af heildartekjum hækkaði um 22% í 276 milljónir dollara.