Það eru fá bandarísk fyrirtæki sem munu verða fyrir jafn miklum áhrifum af fyrirhuguðum tollum Donalds Trumps á Mexíkó og Constellation Brands en það fyrirtæki flytur inn bjórtegundirnar Modelo, Corona og Pacifico til Bandaríkjanna.

Samkvæmt WSJ hafa hlutabréf félagsins lækkað um 8% á þessu ári samanborið við rúmlega 25% hækkun á almennum markaði.

Vörumerkin frá Mexíkó samsvöruðu rúmlega 82% af sölu fyrirtækisins fram til febrúar 2024. Þá hefur almenn bjórsala Constellation einnig dregist saman en sala til dreifingaraðila og smásala jókst aðeins um 2,4% milli ára.

Sérfræðingar hjá Visible Alpha spá því nú að vöxtur fyrirtækisins muni ná sér aftur upp í 4,2%, sem er þó töluvert minni en 7,5% vöxtur sem Constellation upplifði fyrir tveimur árum síðan.