Microsoft er nú að gera breytingar á umdeildri áætlun þar sem nýjar tölvur fyrirtækisins hefðu verið keyrðar á gervigreind. Eiginleikinn hét Recall og var ætlaður Copilot+-tölvum Microsoft en fólk hafði lýst yfir persónuverndaráhyggjum.

Sérfræðingar héldu því fram að tölvuþrjótar gætu misnotað kerfið og vistað skjámyndir í kerfinu.

Microsoft er nú að gera breytingar á umdeildri áætlun þar sem nýjar tölvur fyrirtækisins hefðu verið keyrðar á gervigreind. Eiginleikinn hét Recall og var ætlaður Copilot+-tölvum Microsoft en fólk hafði lýst yfir persónuverndaráhyggjum.

Sérfræðingar héldu því fram að tölvuþrjótar gætu misnotað kerfið og vistað skjámyndir í kerfinu.

„Við höfum heyrt skýr merki um að við getum auðveldað fólki að virkja Recall á Copilot+-tölvum sínum til að vernda friðhelgi einkalífs og öryggi,“ sagði Pavan Davuluri, aðstoðarforstjóri Windows.

Eiginleikinn getur meðal annars leitað í gegnum fyrri kerfi notenda og fundið til að mynda myndir, tölvupósta og vafraferil.