Microsoft hefur tilkynnt mikla verðhækkun fyrir áskrifendur Game Pass-þjónustu fyrirtækisins. Mánaðargjöld Game Pass munu hækka frá rúmlega 350 krónum á mánuði í 1.700 krónur fyrir bæði borðtölvur og Xbox.

Fyrirtækið, sem keypti Activision Blizzard á síðasta ári fyrir 69 milljarða dala, tilkynnti í maí sl. að nýjasti tölvuleikurinn, Call of Duty: Black Ops 6, yrði strax fáanlegur fyrir áskrifendur Game Pass.

Microsoft hefur tilkynnt mikla verðhækkun fyrir áskrifendur Game Pass-þjónustu fyrirtækisins. Mánaðargjöld Game Pass munu hækka frá rúmlega 350 krónum á mánuði í 1.700 krónur fyrir bæði borðtölvur og Xbox.

Fyrirtækið, sem keypti Activision Blizzard á síðasta ári fyrir 69 milljarða dala, tilkynnti í maí sl. að nýjasti tölvuleikurinn, Call of Duty: Black Ops 6, yrði strax fáanlegur fyrir áskrifendur Game Pass.

Breytingin mun taka strax gildi fyrir nýja notendur en núverandi meðlimir munu greiða sömu gjöld út sumarið þar til í september.

Áskriftarþjónustan virkar eins og áskrift á Netflix en þar fá notendur að spila hundruð tölvuleikja gegn mánaðargjaldi. Áskrifendur telja um 34 milljónir um allan heim og á verðhækkunin við um alla notendur.