Flug­fé­lagið Play hefur hafið miða­sölu á á­ætlunar­ferðir til Ála­borgar í Dan­mörku en fyrsta flugið til Ála­borgar verður 7. júní 2025.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá fé­laginu en flogið verður alla þriðju­daga og laugar­daga fram að 26. ágúst.

Flug­fé­lagið Play hefur hafið miða­sölu á á­ætlunar­ferðir til Ála­borgar í Dan­mörku en fyrsta flugið til Ála­borgar verður 7. júní 2025.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá fé­laginu en flogið verður alla þriðju­daga og laugar­daga fram að 26. ágúst.

„Ála­borg er sjarmerandi borg í norður­hluta Jót­lands. Hún er fjórða stærsta borg Dan­merkur og mjög vin­sæll ferða­manna­staður vegna sögu sinnar, fal­legra garða og spennandi menningar­lífs,“ segir í til­kynningu flug­fé­lagsins.

Ála­borg er þriðji á­fanga­staður Play í Dan­mörku en fyrir flýgur Play til Kaup­manna­hafnar allan ársins hring og til Billund yfir sumar­mánuðina.

„Við erum virki­lega á­nægð að fjölga á­fanga­stöðum okkar í Dan­mörku og geta þannig boðið þeim fjölda Ís­lendinga sem þar býr upp á hag­kvæman kost til að komast til Ís­lands að heim­sækja fjöl­skyldu og vini. Tengi­flugið okkar til Norður-Ameríku mun einnig verða góð við­bót fyrir íbúa Ála­borgar. Þetta eru því góðar fréttir fyrir þann stóra hóp fólks sem býr í vestur­hluta Dan­merkur og að sjálf­sögðu Ís­lendinga sem vilja komast þangað í frí,” segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.