Ein helsta eign Hvals hf er afurðabirgðir sem metnar eru á tæplega 2,4 milljarða króna. Birgðir af frystu hvalkjöti hafa tvöfaldast á einu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Hvals hf fyrir síðasta ári og fjallað er um í Fréttatímanum í dag.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að um sé að ræða frystar hvalaafurðir. Í tölunum séu birgðir sem veiddar voru sumarið 2010 og hluti frá veiðinni 2009. Frá árinu 2009 hefur Hvalur hf veitt 273 langreyðar.
Ástæðan fyrir birgðaraukningu frá fyrra ári, þegar birgðir voru metnar á tæpan milljarð króna, er að sögn Kristjáns ástandi í Japan eftir jarðskjálftana í landinu fyrr á þessu ári.