Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu hressilega í dag í kjölfar frétta af því að einkaneysla var meiri en spáð var.

Dow Jones hækkaði um 2,15%, S&P hækkaði um 1,92% og Nasdaq um 1,79%.

Fjárfestar í Bandaríkjunum eru nú að reyna að meta ýmsa hagvísa, verðbólgu, afkomu fyrirtækja, einkaneyslu og fleira til að meta hvort kreppa sé í aðsigi.

Velta í verslunum jókst um 1% í júní eftir að hafa lækkað í maí og í kjölfar þeirrar fréttar hækkuðu hlutbréfin snarpt.