„Sjávarútvegsfyrirtæki í Norður Ameríku hafa ekki ekki haft sama aðgengi að fjármagni og fyrirtæki á Íslandi eða í Evrópu. Með aukinni fjárfestingaþörf skapast tækifæri fyrir lánveitendur og fjárfesta til þess að nýta sérþekkingu sína til þess að spila hlutverk í framþróun, samþjöppun og þróun sjávarútvegs í Norður Ameríku," segir Birgir Brynjólfsson annar eiganda Antarctica Advisors, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum í alþjóðlegum sjávarútvegi.
„Sérhæfingin hefur verið lykillinn að okkar velgengni. Það er aukin eftirspurn eftir sérhæfðri ráðgjöf og sérhæfðu fjármagni. Ég tel að það séu tækifæri fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, íslenska banka, og íslenska fjárfesta að nýta þekkingu sína á sjávarútvegi til þess að setja fjármagn í góð tækifæri í Norður Amerískum sjávarútvegi.“ „Ef þú ert að taka lán hjá banka eða fá fjárfesta inn í hluthafahópin, þá viltu ganga úr skugga um að slíkur aðili hafi góðan skilning á þínum rekstri, þannig verður viðskiptasambandið sterkara og varir lengur.“
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.