Japanska fyrirtækið Fast Retailing hefur greint frá mettekjum í nýjasta uppgjöri sínu þökk sé velgengni Uniqlo-verslunarkeðjunnar sem fyrirtækið rekur.

Hagnaður fyrirtækisins jókst um 26% milli ára og var um 2,5 milljarðar dala. Þá jukust tekjur um 12% og jókst rekstrarhagnaður einnig um 31%.

Japanska fyrirtækið Fast Retailing hefur greint frá mettekjum í nýjasta uppgjöri sínu þökk sé velgengni Uniqlo-verslunarkeðjunnar sem fyrirtækið rekur.

Hagnaður fyrirtækisins jókst um 26% milli ára og var um 2,5 milljarðar dala. Þá jukust tekjur um 12% og jókst rekstrarhagnaður einnig um 31%.

Fast Retailing býst við að bæta afkomu sína enn frekar á yfirstandandi ári og gerir ráð fyrir að tekjur muni aukast um 9,5% og að hagnaður þess muni aukast um 3,5%.

Tekjur Uniqlo-verslunarkeðjunnar í Kína, Hong Kong og Taívan jukust um 9,2%, í Norður-Ameríku um 33%, í Evrópu 44,5% og um 20% í Suðaustur-Asíu. Þá hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á aukningu svokallaðs GU-vörumerkis og auknar fjárfestingar.