Tipsý bar & lounge fékk nýlega verðlaun Bartender Choice Award sem besti kokteilbarinn á Íslandi. Þessi virtu verðlaun eru talin með þeim eftirsóttustu í bar- og kokteila geiranum. Þau eru veitt árlega til veitingastaða á Norðurlöndunum sem skarað hafa fram úr á sviði gestrisni, nýsköpunar og fagmennsku.

Svavar Helgi Ernuson annar eigenda og barþjónn á Tipsý segir að verðlaunin endurspegli þann mikla metnað og áhuga sem starfsfólki Tipsý leggur í kokteilana sína.

„Tipsý teymið hefur unnið til margra verðlauna á þessum tveimur árum síðan við opnuðum,” segir Svavar Helgi.

Svavar Helgi Ernu­son.

Tipsý hefur skapað sér nafn sem einn af fremstu stöðum landsins þegar kemur að kokteilamenningu og er mikil metnaður og ástríða sem liggur þar að baki. Staðurinn fagnaði tveggja ára afmæli sínu þann 4. maí sl.

Svavar Helgi segist sérstaklega vera stoltur af stelpunum sem eru að vinna á Tipsý. „Helga Signý Sveinsdóttir vann Barlady keppnina 2024 og fór í kjölfarið til Aþenu á heimsmeistaramót barþjóna þar sem hún fékk þriðju verðlaun fyrir kokteil í „National” flokknum. Þá vann Auður Gestsdóttir 2. verðlaun í þemu keppninni á Reykjavík Cocktail Week með drykkinn Staffamatur.”

Á Reykjavík Cocktail Week sem haldin var í fyrsta sinn í byrjun apríl vann Svavar Helgi til verðlaun fyrir kokteil ársins.

„Sævar Helgi Örnólfsson kollegi minn og meðeigandi hefur líka halað inn nokkrum verðlaunum,” segir Svavar Helgi.

Helga Signý Sveinsdóttir sigurvegari Barlady 2024

Eldhúsið eins og rannsóknarstofa

Á Tipsý bar & lounge er mikil áhersla lögð á handverks kokteilinn eða craft kokteill eins og hann er líka nefndur. Svavar Helgi segir að starfsfólkið á Tipsý leggi mikinn metnað og áhuga í kokteilana og djúpar pælingar séu á bak við þá.

„Craft kokteill er trend sem farið hefur um heiminn og verið áberandi á samfélagsmiðlum. Það er mikill metnaður sem lagður er í drykkinn og mikil vinna að baki hans. Sumir drykkir geta tekið allt að tvo sólarhringa að búa til; það þarf að búa til sitt eigið kordial, blanda saman ólíklegustu hráefnum, metnaðurinn í þessum drykkjum er orðinn það mikill að þegar þú ert að keppa þá ertu að keppa á móti barþjónum sem eru komnir mjög langt í þessum pælingum."

Svavar Helgi segir að kokteil menningin sé búin að stækka á Íslandi og BAC verðlaunin undirstriki alla þá vinnu sem liggur þar að baki.

„Það má segja að lager og prepp barinn hjá okkur á Tipsý líti út eins og rannsóknarstofa; mjög mikið af tilraunastarfsemi auk þess sem við búum til allt okkar síróp og kordial frá grunni.”

Auður Gestsdóttir sem hreppti annað sætið í þemu kepnnini á RCW.

Rómaður fyrir þægilegt andrúmsloft

Tipsý bar og lounge er líka rómaður fyrir þægilegt andrúmsloft og frábæra þjónustu og hefur fengið mikið lof gesta sinna. Aðaláherslan á Tipsý er lögð á kokteila og eru handverks kokteilar þeirra margrómaðir.

„Við leggjum líka mikinn metnað og ást í klassíska drykki og þeir eru frábærir. Allir okkar signature drykkir sem við búum til frá grunni eru frábærir en þeir klassísku eru það líka og við pössum upp á að þeir séu rétt gerðir og séu virkilega góðir,” segir Svavar Helgi og bætir við að metnaðurinn sé á það háu stigi og hugsað sé út í hvert einasta hráefni og smáatriði.

Tipsý bar & lounge er líka með sex bjóra á dælu, rauðvín, hvítvín, rósavín, freyðivín og kampavín. „Svo erum við líka með snarl og smárétti svo við missum ekki fólk út sem er komið með garnagaul,” segir Svavar Helgi glettinn að lokum

Tipsý bar & lounge er til húsa í Fálkahúsinu í hjarta Reykjavíkur að Hafnarstræti 1-3 og er staðurinn opinn frá 16 - 01 alla daga.

Kría sem var í Topp 8 í World Class keppninni í ár ásamt Sævari Helga.
Aron Elí