Ríkis­stjórn Græn­lands hefur sam­þykkt um­hverfis­á­hrifa­mat (EIA) og sam­fé­lags­legt á­hrifa­mat (SIA) á Nalunaq-námu málm­leitar­fé­lagsins Amaroq í Græn­landi.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins er þetta mikil­vægur á­fangi í þróun á námunni sem er horn­steinn í gull­verk­efni fé­lagsins.

„Ég get ekki undir­strikað nægi­lega vel mikil­vægi þess að ná þessum á­fanga sem við höfum stefnt að síðustu fjögur ár. Ferlið hefur verið langt og strangt, þar á meðal ótal vinnu­stundir við gerð tækni­legra skýrslna til stuðnings verk­efninu.

Fyrir hönd Amaroq langar mig að nota tæki­færið og þakka stjórn­völdum á Græn­landi fyrir sam­þykki þeirra og stuðning og ráð­gjöfum okkar WSP og Copen­hagen Social, sem unnu náið með okkur í þessu máli. Við erum stað­ráðin í að tryggja að allt verði gert með sóma á öllum sviðum á þeirri veg­ferð sem fram­undan er í að koma Nalunaq vinnslu­svæðinu í fram­leiðslu,“ segir Eldur Ólafsson.

Sam­kvæmt til­kynningu er til­gangur EIA að greina, spá fyrir og miðla hugsan­legum um­hverfis­á­hrifum Nalunaq-verk­efnisins í öllum þess fösum - byggingu, rekstri, lokun og eftir lokun.

Til­gangur SIA er að meta á­hrif verk­efnisins á nú­verandi fé­lags­legar að­stæður. Já­kvæð fé­lags­leg á­hrif sem voru greind í matinu oru meðal annars að náman skapi at­vinnu­tæki­færi, og tæki­færi fyrir græn­lensk fyrir­tæk sem veita vörur og þjónustu. Þá býr náman einnig til opin­berar tekjur í gegnum greiðslu þóknana, fyrir­tækja- og tekju­skatta.

„Að við­halda bestu starfs­venjum í um­hverfis- og fé­lags­málum er lykil­at­riði fyrir Amaroq til stuðnings við okkar kjarna­til­gang; að skapa græn­lenska arf­leifð sem er já­kvæð. Að tryggja þessi sam­þykki stað­festir að starf­semi fé­lagsins er að fullu í sam­ræmi við leið­beiningar og stefnur ríkis­stjórnarinnar, og að hún nýtur fulls stuðnings frá okkar heima­mönnum sem viður­kenna að við berum okkur á­byrgð á hæstu stöðlum,” segir Joan Plant, fram­kvæmda­stjóri Amaroq,

„Við hlökkum nú til að vinna með ríkis­stjórn Græn­lands og Kommu­ne Kujal­leq að á­hrifa­bóta­samningnum (IBA), sem við stefnum að hafa á sínum stað fyrir lok ársins,“ segir Plant.