Hobby & Sport flutti nýlega í Kópavoginn en verslunin opnaði fyrst á Akureyri. Þar á undan hafði hún eingöngu verið rekin sem vefverslun.
Bjargey Anna Gísladóttir, einn eigenda, segir að markmiðið hafi verið að stofna verslun sem sérhæfði sig í vörum fyrir unga og fullorðna, eða krakka á öllum aldri eins og hún orðar það.
„Fljótlega varð okkur ljóst að við vildum þjónusta stærri markhóp með auknu vöruúrvali. Við seljum allt frá hlaupahjólum yfir í útivistarfatnað og fjarstýrða bíla,“ segir Bjargey.
Bjargey segist hvetja fólk eindregið til að týna ekki barninu í sér heldur að halda áfram að leika sér út lífið. Verslunin selur þá einnig vetrarvöru á borð við snjóbretti, skíði og vörur fyrir vélsleða.
„Vöruúrvalið hjá okkur er þannig upp sett að það hentar nánast öllum og því væri auðvelt að benda á hina ýmsu flokka en það sem stendur hærra upp úr hjá yngri hópnum eru líklegast hlaupahjól, línuskautar og Pit Viper-sólgleraugun.“