Peninga­stefnu­nefnd taldi á mál­fundi sínum að það væri á­hyggju­efni að verð­bólga væeir að hjaðna hægar en búist hafði verið við og að verð­bólgu­væntingar væru enn háar, sam­kvæmt Ás­geiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra.

Seðla­bankinn birti rétt í þessu skýrslu peninga­stefnu­nefndar um störf hennar frá janúar til júní sem nefndin sendi Al­þingi fyrir helgi.

Ás­geir skrifar skýrsluna fyrir hönd nefndarinnar og fer hann þar yfir á­stæður þess að nefndin hefur haldið vöxtum ó­breyttum á síðustu fjórum fundum sínum. Verð­bólga hefur lækkað úr 7,7% í 5,8% á árinu.

Peninga­stefnu­nefnd taldi á mál­fundi sínum að það væri á­hyggju­efni að verð­bólga væeir að hjaðna hægar en búist hafði verið við og að verð­bólgu­væntingar væru enn háar, sam­kvæmt Ás­geiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra.

Seðla­bankinn birti rétt í þessu skýrslu peninga­stefnu­nefndar um störf hennar frá janúar til júní sem nefndin sendi Al­þingi fyrir helgi.

Ás­geir skrifar skýrsluna fyrir hönd nefndarinnar og fer hann þar yfir á­stæður þess að nefndin hefur haldið vöxtum ó­breyttum á síðustu fjórum fundum sínum. Verð­bólga hefur lækkað úr 7,7% í 5,8% á árinu.

Í tengslum við fund nefndarinnar í maí, segir Ás­geir að á­samt háum verð­bólgu­væntingum væri inn­lend eftir­spurn einnig enn nokkuð sterk, tals­verð á­raun væri á fram­leiðslu­þætti og vís­bendingar um að hægt hefði á vinnu­markaði væru ekki af­gerandi.

„Þá gætu ný­legar launa­hækkanir og að­gerðir í ríkis­fjár­málum stutt við eftir­spurn auk þess sem hætta væri á að fyrir­tæki fleyttu launa­hækkunum að ein­hverju leyti út í verð­lag þegar enn væri spenna í þjóðar­bú­skapnum,“ segir Ás­geir.

Ás­geir segir að nefndin teldi taum­hald peninga­stefnunnar lík­lega orðið nægjan­legt og nokkrar líkur á því að það myndi aukast á næstu mánuðum þótt vextir héldust ó­breyttir.

„Hins vegar væru ekki komnar fram nægjan­lega skýrar vís­bendingar um að verð­bólgu­þrýstingur væri að hjaðna með á­sættan­legum hætti. Af þeim sökum fæli það í sér meiri á­hættu að lækka vexti of snemma en að hafa þá ó­breytta enn um sinn. Fram­haldið myndi ráðast af því hvernig efna­hags­um­svif, verð­bólga og verð­bólgu­væntingar þróast næstu misseri þar sem mikil­vægt væri að við­halda hæfi­legu að­halds­stigi,“ skrifar Ás­geir.

Sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bankans í maí var meiri spenna í þjóðar­bú­skapnum en áður var talið og því út­lit fyrir að verð­bólga myndi minnka hægar en gert hafði verið ráð fyrir.

Verð­bólgu­væntingar höfðu lækkað á suma mæli­kvarða en voru enn yfir mark­miði. Á­hrif ný­gerðra kjara­samninga og að­gerða í ríkis­fjár­málum á eftir­spurn voru ekki að fullu komin fram.

Taum­hald peninga­stefnunnar sem er mælt með raun­vöxtum Seðla­bankans hefur aukist á árinu.

Raun­vextir Seðla­bankans miðað við meðal­tal mis­munandi mæli­kvarða á verð­bólgu og verð­bólgu­væntingar til eins árs voru 4% um mitt ár eða um 1,1 prósentu hærri en í upp­hafi ársins þegar nefndin sendi síðustu skýrslu til Al­þingis og 2,7 prósentum hærri en um mitt síðasta ár.

Miðað við tólf mánaða verð­bólgu hækkuðu raun­vextir bankans um 1,8 prósentur á fyrri hluta ársins og voru 3,3% í lok júní. Þar sem nafn­vextir bankans hafa ekki verið hækkaðir á árinu endur­speglar hækkun raun­vaxta í ár hjöðnun verð­bólgu og skamm­tíma­verð­bólgu­væntinga