Íslensk hlutabréf hafa lækkað meira í dag í kjölfar hækkunar Seðlabanka Evrópu í 2%. OMX vísitalan er niður um 1,82%.

Síminn hefur lækkað mest allra félaga í kauphöllinni, eða um 3,6%, Eimskip um 2,8% og Marel 2,35%.

Evrópsk hlutabréf hafa einnig lækkað mikið. Þýska Dax vísitalan hefur lækkað um 2,77%, franska CAC hefur lækkað um 2,64% og breska FTSE 2,65%.

Við opnun á Wall Street rétt í þessu lækkaði DJIA um 1,74%, S&P hefur lækkað um 1,88% og Nasdaq um 2,11%.