Eftir tæp­lega 20% hækkun í síðustu viku í kjöl­far upp­gjörs annars árs­fjórðungs hefur gengi Al­vot­ech lækkað um tæp 8% síðustu tvo við­skipta­daga.

Líf­tækni­lyfja­fé­lagið skilaði já­kvæðri EBITDA-fram­legð í fyrsta sinn á fjórðungnum. Heildar­tekjur námu 236 milljónum dollara, eða um 32,8 milljörðum króna, sem er meira en tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Að­löguð EBITDA-fram­legð Al­vot­ech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árs­helmingi.

Í gær var greint frá því að breska sjóða­stýringar­fé­lagið Redwheel hafi keypt í Al­vot­ech fyrir um tvo milljarða í utan­þings­við­skiptum á genginu 1670 krónur.

Gengið rauk upp í 1780 krónur síðast­liðinn föstu­dag en tók að lækka á ný á þriðju­daginn.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði um tæp 5% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið 1640 krónur.

Reitir lækka í aðdraganda uppgjörs

Hluta­bréfa­verð fast­eigna­fé­lagsins Reita lækkaði um rúm 2% í við­skiptum dagsins en fé­lagið birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í dag. Gengi Kviku banka og Amaroq féll einnig um 2% í við­skiptum dagsins.

Hluta­bréfa­verð Haga leiddi hækkanir á markaði er gengi fé­lagsins fór upp um rúm 2% í tæp­lega 300 milljóna króna við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,59% og var heildar­velta á markaði 3,7 milljarðar.