Um tveggja milljarða skipta­samningur (e. Swap) á hluta­bréfum Eikar og bréfum annarra skráðra fé­laga í Kaup­höllinni fór í gegn í morgun, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Um utan­þings­við­skipti er að ræða sem til­kynnt voru við opnun markaða. Hluta­bréfa­verð Eikar lækkaði um tæp 5% og var heildar­velta með bréf fé­lagsins 1,9 milljarðar krónur.

Um tveggja milljarða skipta­samningur (e. Swap) á hluta­bréfum Eikar og bréfum annarra skráðra fé­laga í Kaup­höllinni fór í gegn í morgun, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Um utan­þings­við­skipti er að ræða sem til­kynnt voru við opnun markaða. Hluta­bréfa­verð Eikar lækkaði um tæp 5% og var heildar­velta með bréf fé­lagsins 1,9 milljarðar krónur.

Gengi Brims og Síldar­vinnslunnar, sem bæði birtu árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær, lækkaði um rúm 3%. Hagnaður út­gerðar­fé­laganna dróst veru­lega saman á milli ára er loðnu­brestur hafði mikil á­hrif á af­komuna.

Hluta­bréfa­verð Hamp­iðjunnar, sem einnig birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær, lækkaði um 3%.

Hamp­iðjan hagnaðist um 2,7 milljónir evra á fyrsta árs­fjórðungi eða sem nemur 409 milljónum króna. Til saman­burðar hagnaðist fé­lagið um 2,2 milljónir evra á sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Sýnar, sem hefur lækkað um hátt í 20% síðast­liðinn mánuð breytti um stefnu og hækkaði örlítið í yfir 300 milljón króna veltu.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 0,63%. Heildarvelta á markaði var 5,9 milljarðar.