Heildarvelta í viðskiptum með bréf Arion banka nam 1,1 milljörðum króna. En hlutabréfaverð bankans hækkaði um 0,9% í dag og hefur hækkað um 13% á síðastliðnum mánuði. Viðskipti með bréf bankans námu 30% af heildarviðskiptum dagsins en þau námu 3,6 milljörðum króna. Þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,4% í viðskiptum dagsins.

Af 22 skráðum félögum voru níu græn eftir viðskipti dagsins en fimm rauð. Hlutabréfaverð Reita lækkaði um 1,1% í 171 milljón króna viðskiptum og lækkaði þar með mest í dag. Þá hækkaði hlutabréfaverð Kviku mest í dag eða um 1,5% í 231 milljón króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 21 krónum á hlut og hefur hækkað um 14,5% á síðastliðnum mánuði.