Brian Niccol, sem tekur við for­stjóra­starfinu hjá Star­bucks í næsta mánuði, verður einn launa­hæsti for­stjóri Banda­ríkjanna sam­kvæmt Financial Times.

Þegar laun, bónusgreiðslur og önnur hlunnindi Niccol eru talin saman er samningurinn metinn á 113 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar um 15,6 milljörðum íslenskra króna. Mun það vera fjórfalt stærri launapakki en forveri hans fékk.

Niccol er fjórði forstjóri Starbucks á þremur árum en hann hefur verið forstjóri Chipotle Mexican Grill frá árinu 2018. Þegar Niccol tók við var orðspor Chipotle vægast sagt á slæmum stað eftir meðal annars nóróveirufaraldur á veitingastöðum keðjunnar sem sýkti fjölmarga viðskiptavini.

Brian Niccol, sem tekur við for­stjóra­starfinu hjá Star­bucks í næsta mánuði, verður einn launa­hæsti for­stjóri Banda­ríkjanna sam­kvæmt Financial Times.

Þegar laun, bónusgreiðslur og önnur hlunnindi Niccol eru talin saman er samningurinn metinn á 113 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar um 15,6 milljörðum íslenskra króna. Mun það vera fjórfalt stærri launapakki en forveri hans fékk.

Niccol er fjórði forstjóri Starbucks á þremur árum en hann hefur verið forstjóri Chipotle Mexican Grill frá árinu 2018. Þegar Niccol tók við var orðspor Chipotle vægast sagt á slæmum stað eftir meðal annars nóróveirufaraldur á veitingastöðum keðjunnar sem sýkti fjölmarga viðskiptavini.

Hluta­bréfa­verð Chi­pot­le hækkaði um 800% í stjórnar­tíð Niccol.

Í launa­pakka Niccol er að finna 10 milljóna dala greiðslu sem hann fær greitt við undir­ritun. Árs­laun hans eru 1,6 milljónir Banda­ríkja­dala eða um 221 milljón ís­lenskra króna. Launin geta hækkað í 3,6 milljónir dala miðað við gengi Star­bucks í Kaup­höllinni.

Hann mun síðan fá hluta­bréf í Star­bucks að and­virði 75 milljónir Banda­ríkja­dala til að vega á móti ó­nýttum kaup­réttum sem hann átti í Chi­pot­le.

„Lítil skrif­stofa við ströndina“

Heildar­laun Niccol í fyrra voru 22,5 milljónir dala en hann er sagður hafa átt kaup­rétti að and­virði 82 milljóna dala.

Sam­kvæmt Financial Times fylgdu samningnum þó heldur ó­venju­leg hlunnindi en Niccol mun ekki setjast að í Seatt­le þar sem höfuð­stöðvar Star­bucks eru heldur verður honum út­vegað „lítilli skrif­stofu“ við Newport Beach í Kali­forníu.

Niccol fær einnig að ráða sína eigin að­stoðar­menn og á­kvarða laun þeirra.