Indverski milljarðamæringurinn Gautam Adani, sem er 23. ríkasti einstaklingur heims samkvæmt milljarðamæringalista Forbes, reyndi sitt besta til að róa fjárfesta á fundi á dögunum og sagði vandræði viðskiptaveldis síns aðeins tímabundin.

Síðasta rúma vikan hefur verið Adani erfið en markaðsvirði félaga sem tengjast viðskiptaveldis hans, Adani Group, hefur lækkað um alls 123 milljarða dala.

Adani Enterprises, sem er flaggskip Adani Group samsteypunnar, skilaði hæsta ársfjórðungshagnaði í áraraðir á síðasta fjórðungi ársins 2022 eða alls 99,3 milljónum dala.