Ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að veita bílaframleiðandanum Stellantis, sem framleiðir meðal annars Jeep og Chrysler, og raftækjaframleiðandanum Samsung hátt í sjö milljarða dala lán.
Er láninu ætlað að fjármagna tvær nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Indiana-ríki sem geta framleitt raflöður fyrir um 670 þúsund rafbíla á ári, að því er segir í frétt New York Times. Ríkisstjórnin greindi þá frá því í síðustu viku að rafbílaframleiðandinn Rivian hafi fengið sex milljarða dala lán fyrir rafbílaverksmiðju í Georgíu-ríki.
Áætlað er að endanlegir samningar vegna lánanna verði undirritaðir áður en Donald Trump tekur við sem forseti í janúar næstkomandi en Trump hefur lýst því yfir að hann muni ógilda allar ákvarðanir Bidens í loftslagsmálum.