Andy Byron, for­stjóri bandaríska hug­búnaðar­fyrir­tækisins Astrono­mer, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mynd­band af honum og mann­auðs­stjóra fyrir­tækisins, Kristin Ca­bot, fór í dreifingu eftir Cold­play-tón­leika í Massachusetts.

At­vikið vakti mikla at­hygli, ekki síst á raf­ræna veð­markaðnum Polymar­ket, þar sem yfir tvær milljónir dala voru lagðar undir spurninguna hvort Byron myndi halda starfi sínu.

Á tón­leikum Cold­play á Gillette-leik­vanginum í Fox­bor­ough þann 17. júlí sást Byron faðma Ca­bot náið á risa­skjá leik­vangsins.

99% veðj­enda spáðu rétt

Þegar þau urðu vör við mynda­vélarnar reyndu þau að hylja and­lit sín, en of seint. Mynd­skeiðið fór hratt í dreifingu og vöktu viðbrögðin mikla at­hygli, ekki síst þar sem Byron er kvæntur Megan Kerrigan, sem hefur síðan fjar­lægt eftir­nafn hans af sam­félags­miðlum.

Á veð­markaðnum Polymar­ket, þar sem not­endur geta veðjað með raf­myntum á úr­slit alls konar viðburða, lagði yfir­gnæfandi meiri­hluti spyrj­enda undir að Byron myndi láta af störfum.

Velta á markaðinum nam tveimur milljónum dala samkvæmt Yahoo Finance en 99% þátt­tak­enda spáðu því að hann myndi ekki halda starfi sínu.

Tveimur dögum síðar, þann 19. júlí, gaf Astrono­mer út yfir­lýsingu þar sem fram kom að Byron hefði verið kominn í leyfi en í gærkvöldi var greint frá því að hann hefði sagt starfi sínu lausu.

Með­stofnandi og vöru­stjóri fyrir­tækisins, Pete DeJoy, tók við sem starfandi for­stjóri á meðan leitað er að nýjum for­stjóra.

Polymar­ket, sem er með að­setur í New York og var stofnað árið 2020, er stærsti spá­markaður heims og leyfir not­endum að veðja á allt frá pólitík og efna­hags­málum til skemmtana.