Íslendingar hafa veðjað um sjö milljónum króna á þingkosningarnar, sem munu að öllum líkindum fara fram þann 30. nóvember. Stuðlar á kosningarnar opnuðu í gærmorgun hjá veðmálafyrirtækjunum Epicbet og Coolbet.

Fjórum milljónum króna hefur verið veðjað í gegnum Epicbet og þremur milljónum í gegnum Coolbet, samkvæmt talsmönnum veðmálafyrirtækjanna beggja á Íslandi.

„Þetta er búið að vera mjög vinsælt síðan við settum þetta í loftið fyrstir í gær. Vinsælustu veðmálin eru Kristrún Frosta sem forsætisráðherra, að Sjálfstæðisflokkurinn verði yfir ákveðnu fylgi og að Samfylkingin verði undir ákveðnu fylgi. Við erum búnir að hækka línuna á Sjálfstæðisflokkinn úr 16,5% í 18,5% og taka Samfylkinguna niður úr 25,5% í 23,5%,“ segir Daði Laxdal Gautason hjá Epicbet.

Íslendingar hafa veðjað um sjö milljónum króna á þingkosningarnar, sem munu að öllum líkindum fara fram þann 30. nóvember. Stuðlar á kosningarnar opnuðu í gærmorgun hjá veðmálafyrirtækjunum Epicbet og Coolbet.

Fjórum milljónum króna hefur verið veðjað í gegnum Epicbet og þremur milljónum í gegnum Coolbet, samkvæmt talsmönnum veðmálafyrirtækjanna beggja á Íslandi.

„Þetta er búið að vera mjög vinsælt síðan við settum þetta í loftið fyrstir í gær. Vinsælustu veðmálin eru Kristrún Frosta sem forsætisráðherra, að Sjálfstæðisflokkurinn verði yfir ákveðnu fylgi og að Samfylkingin verði undir ákveðnu fylgi. Við erum búnir að hækka línuna á Sjálfstæðisflokkinn úr 16,5% í 18,5% og taka Samfylkinguna niður úr 25,5% í 23,5%,“ segir Daði Laxdal Gautason hjá Epicbet.

„Miðflokkurinn er mest pólariserandi hingað til, og vinsælt að veðja á að flokkurinn verði annað hvort yfir eða undir ákveðnu fylgi. Epicbet er þó búið að lækka línuna á Miðflokkinn úr 15,5% niður í 14,5% þannig að við teljum þá ofmetna í könnunum hingað til,“ bætir Daði við.

Hann segir að mikill meirihluti veðmálanna, eða um 80% þeirra, sé á að Sjálfstæðisflokkur verði yfir ákveðnu fylgi og að Samfylkingin verði undir ákveðnu fylgi.

„Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig línurnar þróast. Við finnum það strax að þessar skoðanakannanir virðast ekki mjög nákvæmar um lokaniðurstöðu kosninganna, ef tekið er mið af því hvað fólk er að veðja á.“

Að meðaltali 15 þúsund krónur á mann

Yfir tvö hundruð notendur Coolbet hafa framkvæmt rúmlega fjögur hundruð veðmál á kosningarnar á einum sólarhring, eða sem nemur veðmáli upp á fimmtán þúsund krónur á hvern notanda.

Talsmaður Coolbet á Íslandi segir að veðmálasíðan bjóði upp á bestu stuðlana og fjölbreyttari veðmál en aðrar síður.

„Við viljum hafa þetta skemmtilegt og bjóðum t.d. upp á “head-to-head” veðmál, þar sem veðjað er á hvor flokkurinn verður með meira fylgi, x eða y. Við bjóðum jafnframt upp á að veðja á stærsta flokkinn, sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur hingað til.

Það er vinsælast að veðja á Sjálfstæðisflokkinn, og viðskiptavinir okkar virðast hafa meiri trú á honum en húsið. Þá er einnig mikið veðjað á að Framsókn verði undir ákveðnu fylgi og að Miðflokkurinn verði yfir ákveðnu fylgi.“

Áætlað umfang íslenska veðmálamarkaðarins nam 20 milljörðum króna árið 2023, að því er kemur fram í nýlega útgefinni úttekt Viðskiptaráðs. Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmálum, sé horft til veðmála á mann.

Umfangið miðast við spilatekjur, en þær eru skilgreindar sem tekjur af veðmálum að frádregnum útgreiddum vinningum. Veðmál Íslendinga á erlendum veðmálasíðum á borð við Epicbet og Coolbet eru meðtalin í spilatekjum.

Mynd tekin úr úttekt Viðskiptaráðs.