Myllan-Ora hagnaðist um 75 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður dróst verulega saman frá fyrra ári er hann nam 823 milljónum króna.

Einskiptisliðir höfðu þó jákvæð áhrif á afkomu félagsins árið 2022.

Sala nam 8,1 milljarði króna og jókst um 788 milljónir á milli ára. Framlegð nam 5,3 milljörðum árið 2023, samanborið við 4,7 milljarða árið 2022.

Myllan-Ora er í eigu Kristins ehf., fjárfestingarfélags Guðbjargar Matthíasdóttur.

Lykiltölur / Myllan-Ora

2023 2022
Tekjur 8.133  7.345
Eignir 6.079  6.352
Eigið fé 1.683  1.608
Afkoma 75  823
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.