Benchmark Genetics Iceland hagnaðist um 975 milljónir á síðasta rekstrarári sem lauk 30. september 2023 en árið áður nam hagnaður 1.228 milljónum.

Rekstrartekjur jukust um 300 milljónir milli ára og námu 4,7 milljörðum. Stærsti hluti tekna kemur frá sölu laxahrogna og laxa- og hrognkelsaseiða.


Kostnaðarverð seldra vara jókst einnig um ríflega 300 milljónir og nam 2,4 milljörðum. Gangvirði lífrænna eigna lækkaði um 193 milljónir á árinu, einna helst vegna lækkunar á virði laxahrogna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.