Föt og skór ehf., sem rekur m.a. verslanir Herragarðsins og Boss búðina, skilaði 53 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um helming milli ára en hagnaðurinn 137 milljónum króna árið áður.
Velta félagsins jókst um 288 milljónir eða um 9,8% milli ára og nam 3,2 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) lækkaði úr 246 milljónum í 153 milljónir milli ára.
Fyrirtækið rekur verslanir á 9 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, Herragarðinn og Matthildi í Kringlunni og Smáralind, BOSS búðina, Englabörn og Hanz í Kringlunni, Collection á Hafnartorgi og Outlet Holtagörðum.
Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins er bent á að á síðasta ári opnaði félagið nýtt Outlet í Holtagörðum og Mathildi í Smáralind. Þá var Herragarðurinn Kringlunni stækkaður.
„Í ljósi mikils innri og ytri vaxtar félagsins munu stjórnendur leggja áherslu á að samþætta reksturinn og styrkja innri verkferla til að geta betur tekist á við nýjungar í tengslum við netverslun og almennt aukna samkeppni á smásölumarkaði með föt og skó á komandi árum.“
Eignir félagsins voru bókfærðar á 1,6 milljarða króna í árslok 2023 og eigið fé var um 554 milljónir. Stjórn félagsins lagði til að greiddar verði 25 milljónir króna í arð á árinu 2024.
Föt og skór ehf. eru í eigu 1967 ehf. sem er í eigu Hákonar Hákonarsonar og Ingibjargar Kristófersdóttur.
Lykiltölur / Föt og skór ehf.
2022 |
2.944 |
246 |
137 |
1.551 |
527 |
46 |