Íslandsbanki hagnaðist um 5.266 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 6.139 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra.

Á fyrri helmingi ársins 2024 nam hagnaður 10,7 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 9,8% á ársgrundvelli, samanborið við 11,4% á sama tíma í fyrra, en gerð er krafa um 10% arðsemi.

Íslandsbanki hagnaðist um 5.266 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 6.139 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra.

Á fyrri helmingi ársins 2024 nam hagnaður 10,7 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 9,8% á ársgrundvelli, samanborið við 11,4% á sama tíma í fyrra, en gerð er krafa um 10% arðsemi.

Kostnaðarhlutfall bankans var sömuleiðis yfir markmiðum en markmið bankans er að hlutfallið sé undir 45%. Á öðrum ársfjórðungi 2024 var kostnaðarhlurfallið 46,4%, samanborið við 42,6% á sama tíma í fyrra.

Hreinar vaxtatekjur námu 12,5 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 1% milli ára en voru þó hærri en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Hreinar þóknanatekjur námu 3,4 milljörðum og lækkuðu um 4,8% milli ára.

Stjórnunarkostnaður nam 7,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jókst um 8,4% milli ára. Eru þar undanskildar gjaldfærslur á hvorum ársfjórðungi vegna stjórnvaldssekta, að fjárhæð 470 milljónir króna vegna 2F24 og 860 milljónir króna vegna 2F23.

Eigið fé bankans í lok tímabilsins nam 216,5 milljörðum króna og eignir voru bókfærðar á 1.596 milljarða. Eiginfjárhlutfall var 23,1%, samanborið við 25,3% í árslok 2023.

„Verðbólgan hefur reynst vera þrálát en væntingar standa til að hún fari minnkandi á komandi mánuðum. Vaxtastig er enn hátt og benda vísar til samdráttar í einkaneyslu og merki eru um að núverandi umhverfi sé farið að hafa áhrif á getu lántaka til að standa skil á skuldbindingum sínum. Bankinn mun fylgjast vel með þróun mála á síðari hluta ársins, bæði hvað varðar horfur í efnahagsmálum almennt en ekki síður hjá viðskiptavinum sínum.
Bankinn stendur á traustum grunni, bæði ef horft er til eiginfjár- og lausafjárstöðu,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.