Hagnaður Skot Productions nam 23 milljónum króna árið 2023, samanborið við 34 milljóna hagnað árið áður.

Tekjur félagsins námu 481 milljónum og jukust um 7 milljónir milli ára en framleiðslukostnaður jókst um 18 milljónir og nam 367 milljónum.

Eigið fé í árslok 2023 nam 41 milljón en félagið greiddi út 30 milljónir í arð á árinu. Inga Lind Karlsdóttir og Hlynur Sigurðsson fara hvor um sig með 33,3% hlut í Skot Productions.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 15. janúar 2025.