Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir, hagnaðist um 15,5 milljónir króna á rekstrarárinu 2023.

Til samanburðar hagnaðist ferðaskrifstofan um 45,3 milljónir króna árið áður.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu þremur milljörðum króna og drógust saman um 13% milli ára.

Félagið er í 72,5% eigu Pálma Haraldssonar og 27,5% eigu Stefáns Hilmars Hilmarssonar. Þórunn Reynisdóttir er forstjóri félagsins.

Ferðaskrifstofa Íslands ehf

2023 2022
Tekjur 3.008 3.456
Kostnaður seldra ferða 2.584 3.026
Eigið fé 573 557
Hagnaður 16 45
Lykiltölur í milljónum króna.