Töluvert stór markaður er með notuð lúxus-armbandsúr. Þessi markaður var mjög líflegur fyrri hluta ársins 2022.
Rolex framleiðir sem dæmi bara ákveðinn fjölda úra á ári, sem þýðir að eftirspurn getur verið margföld á við framboð. Í mars 2022 kostaði nýtt Rolex Daytona um 14.500 dollara, um 2 milljónir króna, en hægt var að selja það strax á 47 þúsund dollara eða um 6,4 milljónir króna — slík var eftirspurnin.
Samkvæmt Wall Street Journal hefur hægt mikið hægt á markaðnum með notuð lúxus úr á síðustu tveimur árum, sem hefur smitað út á markað með ný úr. Á síðasta ársfjórðungi dróst sala nýrra lúxus-úra saman um 5 til 13%.