Prufuflugi Starship, ómannaðrar geimflaugar á vegum SpaceX, sem hönnuð er til að flytja geimfara til tunglsins og lengra lauk skömmu eftir að flaugin komst út í geim vegna bilunar.

Geimflaugin komst þó lengra en í síðasta prufuflugi fyrir um hálfu ári síðan, en þá sprakk hún í loft upp.

SpaceX er í eigu Elon Musk sem samkvæmt rauntíma milljarðamæringalista viðskiptatímaritsins Forbes er ríkasti maður heims.

Geimflauginni var skotið upp af yfirráðasvæði annars fyrirtækis í eigu Teslu forstjórans sem staðsett er í Boca Chica í Texas.