Þrátt fyrir að sala með tilboðsfyrirkomulagi hafi fjölmarga kosti þá eru einnig margir ókostir við þessa söluaðferð sem magnast upp í jafn litlu samfélagi og á Íslandi, að mati Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkisendurskoðanda.
„Að einhverju leyti tel ég að þetta ferli kannski beri þess merki að hæðið að ráðgjöf erlendra aðila hafi kannski orðið til þess að menn misstu sjónar á þessu séríslenska sem að þurfti að horfa bara miklu betur til,“ sagði Guðmundur er hann svaraði spurningum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær.
„Við þurfum bara að passa okkur, vanda okkur við laga- og reglusetningu þegar kemur að hlutum eins og armlengd [og] eldveggjum þegar menn ákveða að treysta því einhvern veginn að einhverjar reglur haldi þegar allir vita að Ísland er; smátt samfélag þar sem að tengsl manna eru bara alveg gríðarlega mikil og oft sterk. Þetta er hlutur sem við þurfum að skoða.“
Upplifði fagmannlegan einmanaleika
Guðmundur lýsti því að þessi atriði eiga almennt við um íslenskt stofnanaumhverfi. Hann óttast einnig að hér öðlist menn ekki nægilega mikla sérfræðiþekkingu.
„Ég varð sjálfur ungur sérfræðingur Íslands í tilteknu málefni, alþjóðlegum viðskiptum með landbúnaðarafurðir og alþjóðaskuldbindingar þar að lútandi. Sem sérfræðingur Íslands í því málefni, ég upplifði ekkert annað en fagmannlegan einmanaleika. Ísland er svo smátt.
Við leggjum það oftast á okkar sérfræðinga að hafa gríðarlega yfirsýn yfir marga hluti. Við framleiðum í þessu landi alveg frábæra generallista. Það er bara því miður alltof algengt að það sé skortur á sérfræðiþekkingu í íslensku samfélagi. Þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að hafa augun opin gagnvart og haga okkur þá í samræmi við það að reyna að búa til þekkingu.“
Eðlilegt að Bankasýslan hafi leitað ráðgjafar
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði